Tillögur laganefndar fyrir aðalfund 2023
Tillögur til breytinga á lögum
Skýrara ákvæði um skyldur aðildarfélaga
Réttindi aðildarfélaga eru:
- Full þátttaka í öllu starfi bandalagsins.
- Kjörgengi og atkvæðisréttur fulltrúa þeirra.
- Aðgangur að þjónustu bandalagsins.
- Réttur til að sækja um styrki bandalagsins samkvæmt gildandi reglum.
Aðildarfélög skulu greiða aðildargjöld í samræmi við ákvörðun aðalfundar.
Réttindi aðildarfélaga eru:
- Full þátttaka í öllu starfi bandalagsins.
- Kjörgengi og atkvæðisréttur fulltrúa þeirra.
- Aðgangur að þjónustu bandalagsins.
- Réttur til að sækja um styrki bandalagsins samkvæmt gildandi reglum.
Aðildarfélögum ber skylda til að:
- Uppfylla kröfur 4. gr. um aðildarskilyrði svo lengi sem aðildin varir,
- heimila trúnaðarmanni aðgang að félagaskrá,
- skila ársskýrslu, staðfestum ársreikningi, lista yfir stjórnarmenn og þá sem skipa trúnaðarstöður, og lögum félagsins, hafi þeim verið breytt, í síðasta lagi sex vikum fyrir aðalfund,
- greiða aðildargjöld í samræmi við ákvörðun aðalfundar.
Á aðalfundi eiga rétt til setu fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:
- Félag með hundrað fullgilda félaga eða færri fær tvo fulltrúa.
- Félag með 101 til 1000 fullgilda félaga fær þrjá fulltrúa.
- Félag með 1001 til 2000 fullgilda félaga fær fjóra fulltrúa.
- Félag með 2001 til 3000 fullgilda félaga fær fimm fulltrúa.
- Félag með 3001 og fleiri fullgilda félaga fær sex fulltrúa.
Fjöldi fullgildra félaga reiknast eftir gildandi lögum viðkomandi félags, þó skulu ekki teljast með þeir einstaklingar sem eingöngu styrkja félögin í gegnum einstaka fjáraflanir og njóta ekki fullra réttinda sem félagar.
Í síðasta lagi sex vikum fyrir aðalfund skulu aðildarfélög skila til stjórnar lista yfir aðalfundarfulltrúa og varamenn. Félögin skulu leitast við að fulltrúar þess endurspegli mismunandi kyn, aldur og búsetu eftir því sem kostur er.
Aðildarfélög skulu í síðasta lagi sex vikum fyrir aðalfund skila ársskýrslu, staðfestum ársreikningi og lögum, hafi þeim verið breytt, til stjórnar. Félagaskrá skal yfirfarin í samræmi við ákvæði 5. gr. Félög sem hafa ekki veitt trúnaðarmanni aðgang að félagaskrá, skila ekki staðfestum ársreikningi eða eru í vanskilum með aðildargjöld fá einn fulltrúa á aðalfundi. Hafi vanskil á gögnum varað í 3 ár samfellt, fær félagið engan fulltrúa á aðalfundi.
Á aðalfundi eiga rétt til setu fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:
- Félag með hundrað fullgilda félaga eða færri fær tvo fulltrúa.
- Félag með 101 til 1000 fullgilda félaga fær þrjá fulltrúa.
- Félag með 1001 til 2000 fullgilda félaga fær fjóra fulltrúa.
- Félag með 2001 til 3000 fullgilda félaga fær fimm fulltrúa.
- Félag með 3001 og fleiri fullgilda félaga fær sex fulltrúa.
Fjöldi fullgildra félaga reiknast eftir gildandi lögum viðkomandi félags, þó skulu ekki teljast með þeir einstaklingar sem eingöngu styrkja félögin í gegnum einstaka fjáraflanir og njóta ekki fullra réttinda sem félagar.
Í síðasta lagi sex vikum fyrir aðalfund skulu aðildarfélög skila til stjórnar lista yfir aðalfundarfulltrúa og varamenn. Félögin skulu leitast við að fulltrúar þess endurspegli mismunandi kyn, aldur og búsetu eftir því sem kostur er.
Félög sem hafa ekki veitt trúnaðarmanni aðgang að félagaskrá, skila ekki staðfestum ársreikningi eða eru í vanskilum með aðildargjöld fá einn fulltrúa á aðalfundi. Hafi vanskil á gögnum varað í 3 ár samfellt, fær félagið engan fulltrúa á aðalfundi.
Titill 6 gr. laga bandalagsins er „Réttindi og skyldur aðildarfélaga“. Flestar skyldur aðildarfélaganna eru þó tilgreindar á öðrum stöðum í lögunum. Hér er lagt til að breyta greininni þannig að hún standi undir titli sínum.
Lengd tímamörk í kjörin embætti
Fulltrúar aðildarfélaga sem sitja fundinn hafa atkvæðisrétt. Allir lögráða aðal- og varafulltrúar sinna félaga hafa kjörgengi í öll embætti á aðalfundi að uppfylltum skilyrðum um kjörgengi. Framangreind krafa um lögræði á ekki við um kjörgengi í laganefnd og kjörnefnd.
Í öllum málum ræður einfaldur meirihluti, ef ekki er kveðið á um annað í þessum lögum. Atkvæðagreiðslur skulu vera leynilegar, sé þess óskað. Hafi tveir eða fleiri frambjóðendur hlotið jafnmörg atkvæði og röð þeirra skiptir máli ræður hlutkesti, nema tillaga komi fram um annað.
Kjósa má allt að jafnmarga frambjóðendur og þau sæti sem í boði eru hverju sinni.
Fulltrúar í öllum embættum sem kosið er um á aðalfundi geta setið að
hámarki í þrjú heil kjörtímabil samfellt í sama embætti.
Hafi einstaklingur verið kosinn á miðju kjörtímabili getur hann
klárað það auk þriggja heilla tímabila, þ.e. alls að
hámarki 7 ár. Öll hlutverk innan stjórnar, þar með taldir
varamenn, teljast sem seta í sama embætti þegar samfelldur tími er
reiknaður samkvæmt þessu ákvæði. Seta í formannsembætti ÖBÍ er óháð
fyrri stjórnarsetu.
Fulltrúar aðildarfélaga sem sitja fundinn hafa atkvæðisrétt. Allir lögráða aðal- og varafulltrúar sinna félaga hafa kjörgengi í öll embætti á aðalfundi að uppfylltum skilyrðum um kjörgengi. Framangreind krafa um lögræði á ekki við um kjörgengi í laganefnd og kjörnefnd.
Í öllum málum ræður einfaldur meirihluti, ef ekki er kveðið á um annað í þessum lögum. Atkvæðagreiðslur skulu vera leynilegar, sé þess óskað. Hafi tveir eða fleiri frambjóðendur hlotið jafnmörg atkvæði og röð þeirra skiptir máli ræður hlutkesti, nema tillaga komi fram um annað.
Kjósa má allt að jafnmarga frambjóðendur og þau sæti sem í boði eru hverju sinni.
Fulltrúar í öllum embættum sem kosið er um á aðalfundi geta setið að hámarki í fjögur heil kjörtímabil samfellt í sama embætti. Hafi einstaklingur verið kosinn á miðju kjörtímabili getur hann klárað það auk fjögurra tímabila, þ.e. alls að hámarki 9 ár. Öll hlutverk innan stjórnar, þar með taldir varamenn, teljast sem seta í sama embætti þegar samfelldur tími er reiknaður samkvæmt þessu ákvæði. Seta í formannsembætti ÖBÍ er óháð fyrri stjórnarsetu.
Ljóst er að ýmis þau verk sem kjörnir fulltrúar bandalagsins vinna að taka umtalsverðan tíma, ekki síst þau sem fela í sér samskipti við ríki og sveitarfélög. Á þeim vettvangi gerist flest í fjögurra ára köflum, og því getur verið óheppilegt þegar umskipti eru gerð hjá ÖBÍ úr takti við kjörtímabil hins opinbera.
Því er hér lagt til að breyta reglum um hámarkssetu hjá ÖBÍ þannig að hún falli betur að þeim takti. Þrír meginkostir koma til greina til þess:
- Lengja kjörtímabil innan ÖBÍ í fjögur ár.
- Stytta hámarkssetu í tvö kjörtímabil.
- Lengja hámarkssetu í fjögur kjörtímabil.
Fyrsti kosturinn hefði í för með sér mun víðtækari breytingar á starfi bandalagsins, og er því óheppilegur. Annar kosturinn kemur til greina, en reynslan hefur frekar verið að tímamörkin komi í veg fyrir áframhaldandi setu einstaklinga sem ríkur vilji er til að haldi áfram störfum. Því er seinasti kosturinn – að rýmka heimilan starfstíma kjörinna fulltrúa – valinn hér.